Southampton er búið að staðfesta komu japanska bakvarðarins Yukinari Sugawara til félagsins. Hann skrifar undir fjögurra ára samning.
Sugawara er sókndjarfur bakvörður sem getur einnig spilað úti á hægri kanti og kemur til Southampton fyrir 7 milljónir evra.
Verðmiðinn á honum hefði verið hærri en hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við AZ Alkmaar í Hollandi.
Sugawara er 24 ára gamall og hefur verið lykilmaður í sterku liði AZ undanfarin ár, auk þess að spila 13 sinnum fyrir A-landslið Japan.
Sugawara er sjötti leikmaðurinn sem gengur í raðir Southampton í sumar. Taylor Harwood-Bellis, Nathan Wood, Ronnie Edwards, Charlie Taylor og Adam Lallana eru allir búnir að skrifa undir samninga við Southampton í sumar.
"So, Yuki, what attracted you to Southampton?" ????
— Southampton FC (@SouthamptonFC) July 14, 2024
Athugasemdir