fös 14. ágúst 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Björn Bergmann til Lilleström (Staðfest)
Hafnaði félögum í úrvalsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Björn Bergmann Sigurðarson hefur gengið til liðs við Lilleström í norsku B-deildinni. Björn Bergmann kemur til Lilleström frá Rostov í Rússlandi eftir lánsdvöl hjá APOEL í Kýpur. Hann samdi við Lilleström út tímabilið.

Hinn 29 ára gamli spilaði fyrir Lilleström frá 2009 til 2012 við góðan orðstír. Þaðan fór hann til Wolves í Englandi.

Björn er í miklum metum hjá Lilleström og á heimasíðu þess er talað um að þetta séu ein stærsta endurkoman í sögu félagsins.

Á dögunum var Björn Bergmann orðaður við ÍA en félög í norsku úrvalsdeildinni sýndu honum einnig áhuga.

„Það voru mörg félög sem höfðu samband en ég var búinn að ákveða hvað ég vildi. Það skiptir ekki máli hvort það sé úrvalsdeildin eða B-deildin. Lilleström er það sem skiptir máli fyrir mig. Hér vil ég vera," sagði Björn Bergmann eftir undirskrift.

Lilleström féll úr norsku úrvalsdeildinni síðastliðið haust og stefnir á að fara beint aftur upp. Annar Skagamaður, Arnór Smárason, er einnig á mála hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner