Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
banner
   fös 14. september 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Einar Örn: Geta fengið sér smá eldvökva án þess að það verði vesen
Einar Örn Jónsson.
Einar Örn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst alltaf gaman að bikarúrslitaleikjum, sérstaklega að kvöldi til þegar við fáum fótbolta í flóðjósum," segir Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, um bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks annað kvöld klukkan 19:15.

„Ég held að við fáum opinn leik. Stjörnumenn spila opinn og skemmtilegan bolta. Blikar hafa verið aðeins varnarsinnaðari og beitt hraðanum meira. Ég held að þessi leikur verði rólegri fyrirfram en þegar fyrsta markið kemur fáum við alvöru veislu. Það á víst að rigna og það býður oft upp á ævintýralega leiki."

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15 og Einar fagnar þeim leiktíma.

„Mér finnst kvöldleikir um helgar virka mjög vel. Þetta stækkar augnablikið. Að vera á Laugardalsvelli í bikarúrslitaleik með ljósin kveikt. Stemningin verður allt öðruvísi á laugardegi heldur en klukkan þrjú."

„Ég held að við munum fá líflegan leik og mikið líf í stúkunni. Það sannar kannski fyrir fólki að það er hægt að hafa leiki á laugardagskvöldi og einhverjir geta fengið sér smá eldvökva án þess að það verði eitthvað vesen,"
sagði Einar sem reiknar með góðri mætingu annað kvöld vegna leiktímans.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner