De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 14. september 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Einar Örn: Geta fengið sér smá eldvökva án þess að það verði vesen
Einar Örn Jónsson.
Einar Örn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst alltaf gaman að bikarúrslitaleikjum, sérstaklega að kvöldi til þegar við fáum fótbolta í flóðjósum," segir Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, um bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks annað kvöld klukkan 19:15.

„Ég held að við fáum opinn leik. Stjörnumenn spila opinn og skemmtilegan bolta. Blikar hafa verið aðeins varnarsinnaðari og beitt hraðanum meira. Ég held að þessi leikur verði rólegri fyrirfram en þegar fyrsta markið kemur fáum við alvöru veislu. Það á víst að rigna og það býður oft upp á ævintýralega leiki."

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15 og Einar fagnar þeim leiktíma.

„Mér finnst kvöldleikir um helgar virka mjög vel. Þetta stækkar augnablikið. Að vera á Laugardalsvelli í bikarúrslitaleik með ljósin kveikt. Stemningin verður allt öðruvísi á laugardegi heldur en klukkan þrjú."

„Ég held að við munum fá líflegan leik og mikið líf í stúkunni. Það sannar kannski fyrir fólki að það er hægt að hafa leiki á laugardagskvöldi og einhverjir geta fengið sér smá eldvökva án þess að það verði eitthvað vesen,"
sagði Einar sem reiknar með góðri mætingu annað kvöld vegna leiktímans.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner