Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 14. september 2022 12:34
Elvar Geir Magnússon
Heimir kominn til Jamaíku og verður kynntur á föstudag
Heimir Hallgrímsson er fyrrum þjálfari Al Arabi í Katar.
Heimir Hallgrímsson er fyrrum þjálfari Al Arabi í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Allt stefnir í að Heimir Hallgrímsson verði staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á fréttamannafundi á föstudaginn. Þarlendir fjölmiðlar segja að Heimir sé mættur á þessa eyju í Karíbahafi.

Rudolph Speid hjá fótboltasambandi Jamaíka segir við STAR Sports að búið sé að ráða landsliðsþjálfara en vill ekkert segja til um hvort það sé Heimir. Það verði afhjúpað á fréttamannafundinum.

„Ég get sagt ykkur að þjálfarinn hefur allavega þegar tekið til starfa. Mitt hlutverk var að ráða þjálfara og nú er mínu verki lokið," segir Speid og segir að Michael Ricketts, forseti jamaíska fótboltasambandsins muni veita viðtöl þegar tilkynnt verður um ráðninguna.

Sjá einnig:
Leikmaður sem átti að verða stórstjarna

Ricketts sjálfur hafði þetta að segja: „Ég get ekkert sagt á þessum tímapunkti en get staðfest að það verður fréttamannafundur á föstudaginn og nýr þjálfari þá tilkynntur."

Heimir er vinsælasti þjálfari Íslands eftir frábæran árangur með íslenska landsliðið. Hann hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann yfirgaf Al Arabi í Katar en hefur í sumar verið ráðgjafi hjá félagi sínu ÍBV í Vestmannaeyjum.

Jamaíka mætir Argentínu í vináttulandsleik í Bandaríkjunum 27. september og verður það væntanlega fyrsti leikur Heimis. Michail Antonio, sóknarmaður West Ham, og Leon Bailey hjá Aston Villa eru meðal leikmanna í hópnum fyrir þann leik.

Jamaíka er eyríki í Karíbahafi og landslið þess er í 62. sæti á styrkleikalista FIFA, einu sæti ofar en íslenska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner