Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   mið 14. september 2022 11:49
Elvar Geir Magnússon
Mendy og Kante ekki með í fyrsta leik Potter
Edouard Mendy.
Edouard Mendy.
Mynd: EPA
Markvörðurinn Edouard Mendy og miðjumaðurinn N'Golo Kante verða ekki með Chelsea í kvöld þegar liðið mætir RB Salzburg í Meistaradeildinni.

Chelsea tapaði fyrir Dinamo Zagreb í fyrsta leik E-riðils og Thomas Tuchel var rekinn eftir leikinn. Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Chelsea undir stjórn Graham Potter.

Kante er enn frá vegna meiðsla aftan í læri og Mendy missti af tapinu í Zagreb vegna hnémeiðsla.

Meðal annarra leikja í kvöld er viðureign Manchester City gegn Borussia Dortmund. Varnarmaðurinn John Stones er klár í slaginn en Aymeric Laporte er enn frá vegna meiðsla. Þá er Kyle Walker einnig á meiðslalistanum.

Erling Haaland, Sergio Gomez og Manuel Akanji eru að fara að mæta sínu fyrrum félagi.

Sjá einnig:
Leikir kvöldsins í Meistaradeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner