De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 14. september 2023 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Balotelli yfirgefur Sion - Fer hann aftur til Adana?

Fabrizio Romano greinir frá því að Mario Balotelli hafi náð samkomulagi við svissneska félagið Sion um að rifta samningnum sínum.


Þessi fyrrum leikmaður Inter, Manchester City, Inter og Liverpool gekk til liðs við Sion síðasta sumar frá tyrkneska félaginu Adana Demirspor og skrifaði undir tveggja ára samning.

Hann var liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Adana og Brescia á Ítalíu árið 2020.

Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að Adana hafi áhuga á að fá þenann 33 ára gamla ítalska framherja aftur til liðs við sig.


Athugasemdir
banner
banner