Leandro Bonucci hefur ákveðið að fara í mál gegn Juventus eftir meðferðina sem hann fékk hjá liðinu á síðustu leiktíð.
Þessi 36 ára gamli miðvörður gekk til liðs við Union Berlin í Þýskalandi eftir að hafa verið meinað að æfa með aðalliði Juventus þar sem hann lenti upp á kant við Max Allegri stjóra liðsins.
„Ég hef ákveðið, eftir miklar þjáningar, að fara í mál gegn Juventus. "Mér fannst ég vera alveg búinn á því, niðurlægður.“ sagði Bonucci.
„Réttindi mín kveða á um að ég hefði átt að æfa með liðinu óháð öllu og vera settur í aðstöðu til að geta spilað á næsta tímabili. Ég er að gera þetta því að fólk sem átti að leyfa mér að klára ferilinn hjá Juventus á almennilegan hátt gerðu það ekki."
Bonucci var í 12 ár hjá Juventus og vann Serie A átta sinnum.