Joao Palhinha skrifaði óvænt undir nýjan samning við Fulham í dag en hann var nálægt því að ganga til liðs við Bayern Munchen í sumar.
Fulham samþykkti 65 milljón evra tilboð Bayern og var hann mættur til Munchen á lokadegi félagaskiptagluggans en skyndilega varð ekkert úr skiptunum þar sem Fulham gat ekki fengið leikmann til að fylla skarð hans.
Þá hafnaði Fulham 45 milljón punda tilboði West Ham í leikmanninn í sumar.
Sky Sports greinir frá því að ekkert riftunarákvæði sé í nýja samningnum sem gildir til ársins 2028.
Palhinha gekk til liðs við Fulham síðasta sumar frá Sporting. Hann lék 40 leiki á síðustu leiktíð og skoraði fjögur mörk.
Athugasemdir