Enski miðjumaðurinn Ruben Loftus-Cheek var ekki ánægður hjá Chelsea og gekk til liðs við Milan í sumar.
Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur verið í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum til þessa á tímabilinu og hefur lagt upp tvö mörk.
„Milan sýndi áhuga eftir að ég spilaði gegn þeim í Meistaradeildinni. Ég hugsaði ekki mikið um það því tímabilið hjá Chelsea var langt en undir lokin breyttust hlutirnir. Milan hefur alltaf verið frábært félag, eftir að ég ræddi við Pioli var ég sannfærður," sagði Loftus-Cheek.
„Ég hef spilað í mörgum stöðum á ferlinum, síðustu tvö árin var ég aðallega í varnarhlutverki og það var ekki náttúrulegt fyrir mig. Ég hef alltaf viljað vera með boltann og fá frjálsræði til að skapa. Ég gat ekki gert það og ég var ekki ánægður. Nú spila ég hlutverk sem gefur mér meira frjálsræði og mér líður vel með það."