De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 14. september 2023 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Telur að De Zerbi muni fljótlega stýra stórliði
Mynd: EPA

Graham Potter yfirgaf Brighton í september í fyrra til að taka við stjórn Chelsea. Roberto De Zerbi tók við af honum hjá Brighton og endaði liðið í 6. sæti og mun spila í Evrópudeildinni á þessu tímabili.


Hlutirnir gengu ekki upp hjá Potter hjá Chelsea og var hann rekinn frá félaginu aðeins sex mánuðum eftir að hafa tekið við liðinu.

Adam Webster leikmaður Brighton hrósaði De Zerbi í hástert og telur að hann muni stýra stórliði fljótlega.

„Roberto De Zerbi kom og hefur verið frábær og tekið okkur upp á næsta stig. Hann er án efa einn besti stjóri í heiminum. Hann verður stjóri stórliðs á næstu árum, það er klárt," sagði Webster.

Brighton hefur byrjað tímabilið vel í ár en liðið er í 6. sæti með níu stig eftir fjórar umferðir. Brighton heimsækir Manchester United á Old Trafford á laugardaginn í fimmtu umferð.


Athugasemdir
banner
banner