Kyle Walker hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City sem gildir til ársins 2026.
Walker sem er 33 ára gamall átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá City en hann var sterklega orðaður við Bayern Munchen í sumar.
„Ég er í skýjunum með að hafa skrifað undir nýjan samning. Framtíð mín er hjá Manchester City en það er það besta fyrir mig," sagði Walker við undirskriftina.
„Ég hef notið hvers augnabliks síðustu sex ára hjá þessu stórkostlega félagi. Ég er með frábæran þjálfara, frábæra samherja, starfsfólk og stuðningsmennirnir eru þeir bestu."
Walker gekk til liðs við City frá Tottenham sumarið 2017 hann var fastamaður í liðinu fyrst um sinn en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Pep Guardiola sagði að hann hefði ekki hentað upplegginu en að sama skapi ætlaði hann að gera allt til að halda enska bakverðinum hjá félaginu í sumar.
I'm not leaving! ???? pic.twitter.com/kVwGkOz7i9
— Manchester City (@ManCity) September 14, 2023