Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   lau 14. september 2024 17:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík tóku á móti Njarðvíkingum í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Það var ljóst fyrir leik að Grindavík gæti ekki náð umspilsæti og þá voru þeir búnir að tryggja sæti sitt í deildinni fyrir næsta tímabil.


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Njarðvík

„Ég er eiginlega bara brjálaður að hafa ekki unnið þennan leik. Ég er ógeðslega svekktur. Talsvert fleiri færi en þeir. Þeir spiluðu ágætlega og þetta er gott lið þetta Njarðvíkurlið en við áttum sigurinn skilið og ég er mjög svekktur bara." Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir að hafa misst leikinn í jafntefli á lokamínútum leiksins.

Grindavík fengu færin til þess að vinna þennan leik og líklega langbesta færi leiksins alveg undir lokin þegar þeir voru mættir þrír á móti markmanni en náðu ekki að skora.

„Það er bara ótrúlegasta sem ég hef séð bara held ég að vera þrír á móti markmanni og skora ekki. Það er kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur. Við erum hæstánægðir með að hafa klárað þetta tímabil miðað við þær kringumstæður sem að hafa dunið á bænum. Stigasöfnun var ekki eins góð og við vildum en engu að síður bara dagur til að gleðjast. Við erum búnir að klára þetta tímabil og við erum ánægðir með það." 

Margir sem hafa velt því fyrir sér hvort að Grindavík verði með lið á næsta ári miðað við það sem gengið hefur á í bæjarfélaginu en Haraldur Árni staðfesti það að Grindavík verði með lið á næsta ári og að hann muni þjálfa liðið áfram á næsta ári. 

Nánar er rætt við Harald Árna Hróðmarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir