Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
   lau 14. september 2024 17:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík tóku á móti Njarðvíkingum í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Það var ljóst fyrir leik að Grindavík gæti ekki náð umspilsæti og þá voru þeir búnir að tryggja sæti sitt í deildinni fyrir næsta tímabil.


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Njarðvík

„Ég er eiginlega bara brjálaður að hafa ekki unnið þennan leik. Ég er ógeðslega svekktur. Talsvert fleiri færi en þeir. Þeir spiluðu ágætlega og þetta er gott lið þetta Njarðvíkurlið en við áttum sigurinn skilið og ég er mjög svekktur bara." Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir að hafa misst leikinn í jafntefli á lokamínútum leiksins.

Grindavík fengu færin til þess að vinna þennan leik og líklega langbesta færi leiksins alveg undir lokin þegar þeir voru mættir þrír á móti markmanni en náðu ekki að skora.

„Það er bara ótrúlegasta sem ég hef séð bara held ég að vera þrír á móti markmanni og skora ekki. Það er kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur. Við erum hæstánægðir með að hafa klárað þetta tímabil miðað við þær kringumstæður sem að hafa dunið á bænum. Stigasöfnun var ekki eins góð og við vildum en engu að síður bara dagur til að gleðjast. Við erum búnir að klára þetta tímabil og við erum ánægðir með það." 

Margir sem hafa velt því fyrir sér hvort að Grindavík verði með lið á næsta ári miðað við það sem gengið hefur á í bæjarfélaginu en Haraldur Árni staðfesti það að Grindavík verði með lið á næsta ári og að hann muni þjálfa liðið áfram á næsta ári. 

Nánar er rætt við Harald Árna Hróðmarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner