Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 14. september 2024 17:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík tóku á móti Njarðvíkingum í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Það var ljóst fyrir leik að Grindavík gæti ekki náð umspilsæti og þá voru þeir búnir að tryggja sæti sitt í deildinni fyrir næsta tímabil.


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Njarðvík

„Ég er eiginlega bara brjálaður að hafa ekki unnið þennan leik. Ég er ógeðslega svekktur. Talsvert fleiri færi en þeir. Þeir spiluðu ágætlega og þetta er gott lið þetta Njarðvíkurlið en við áttum sigurinn skilið og ég er mjög svekktur bara." Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir að hafa misst leikinn í jafntefli á lokamínútum leiksins.

Grindavík fengu færin til þess að vinna þennan leik og líklega langbesta færi leiksins alveg undir lokin þegar þeir voru mættir þrír á móti markmanni en náðu ekki að skora.

„Það er bara ótrúlegasta sem ég hef séð bara held ég að vera þrír á móti markmanni og skora ekki. Það er kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur. Við erum hæstánægðir með að hafa klárað þetta tímabil miðað við þær kringumstæður sem að hafa dunið á bænum. Stigasöfnun var ekki eins góð og við vildum en engu að síður bara dagur til að gleðjast. Við erum búnir að klára þetta tímabil og við erum ánægðir með það." 

Margir sem hafa velt því fyrir sér hvort að Grindavík verði með lið á næsta ári miðað við það sem gengið hefur á í bæjarfélaginu en Haraldur Árni staðfesti það að Grindavík verði með lið á næsta ári og að hann muni þjálfa liðið áfram á næsta ári. 

Nánar er rætt við Harald Árna Hróðmarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner