Grindavík tóku á móti Njarðvíkingum í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Það var ljóst fyrir leik að Grindavík gæti ekki náð umspilsæti og þá voru þeir búnir að tryggja sæti sitt í deildinni fyrir næsta tímabil.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 2 Njarðvík
„Ég er eiginlega bara brjálaður að hafa ekki unnið þennan leik. Ég er ógeðslega svekktur. Talsvert fleiri færi en þeir. Þeir spiluðu ágætlega og þetta er gott lið þetta Njarðvíkurlið en við áttum sigurinn skilið og ég er mjög svekktur bara." Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir að hafa misst leikinn í jafntefli á lokamínútum leiksins.
Grindavík fengu færin til þess að vinna þennan leik og líklega langbesta færi leiksins alveg undir lokin þegar þeir voru mættir þrír á móti markmanni en náðu ekki að skora.
„Það er bara ótrúlegasta sem ég hef séð bara held ég að vera þrír á móti markmanni og skora ekki. Það er kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur. Við erum hæstánægðir með að hafa klárað þetta tímabil miðað við þær kringumstæður sem að hafa dunið á bænum. Stigasöfnun var ekki eins góð og við vildum en engu að síður bara dagur til að gleðjast. Við erum búnir að klára þetta tímabil og við erum ánægðir með það."
Margir sem hafa velt því fyrir sér hvort að Grindavík verði með lið á næsta ári miðað við það sem gengið hefur á í bæjarfélaginu en Haraldur Árni staðfesti það að Grindavík verði með lið á næsta ári og að hann muni þjálfa liðið áfram á næsta ári.
Nánar er rætt við Harald Árna Hróðmarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |