Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   lau 14. september 2024 17:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík tóku á móti Njarðvíkingum í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Það var ljóst fyrir leik að Grindavík gæti ekki náð umspilsæti og þá voru þeir búnir að tryggja sæti sitt í deildinni fyrir næsta tímabil.


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Njarðvík

„Ég er eiginlega bara brjálaður að hafa ekki unnið þennan leik. Ég er ógeðslega svekktur. Talsvert fleiri færi en þeir. Þeir spiluðu ágætlega og þetta er gott lið þetta Njarðvíkurlið en við áttum sigurinn skilið og ég er mjög svekktur bara." Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir að hafa misst leikinn í jafntefli á lokamínútum leiksins.

Grindavík fengu færin til þess að vinna þennan leik og líklega langbesta færi leiksins alveg undir lokin þegar þeir voru mættir þrír á móti markmanni en náðu ekki að skora.

„Það er bara ótrúlegasta sem ég hef séð bara held ég að vera þrír á móti markmanni og skora ekki. Það er kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur. Við erum hæstánægðir með að hafa klárað þetta tímabil miðað við þær kringumstæður sem að hafa dunið á bænum. Stigasöfnun var ekki eins góð og við vildum en engu að síður bara dagur til að gleðjast. Við erum búnir að klára þetta tímabil og við erum ánægðir með það." 

Margir sem hafa velt því fyrir sér hvort að Grindavík verði með lið á næsta ári miðað við það sem gengið hefur á í bæjarfélaginu en Haraldur Árni staðfesti það að Grindavík verði með lið á næsta ári og að hann muni þjálfa liðið áfram á næsta ári. 

Nánar er rætt við Harald Árna Hróðmarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner