Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 14. september 2024 17:44
Brynjar Óli Ágústsson
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Lengjudeildin
<b>Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.</b>
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

..Við unnum deildinna, markmiðið náð og við vorum frábærir í dag,'' segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 1-1 jafntefli gegn Leiknir í lokaumferð Lengjudeildarinnar


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍBV

„Við áttum fullt af öllu og hvernig við skoruðum ekki fjögur eða fimm mörk er bara svona. En það hafa margir leikir verið svona, en yfirhöfuð höfum við verið betra liðið. Strákarnir eiga þetta svo fyllilega skilið og þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt tímabil.''

ÍBV tryggði sér sæti í Bestu deild fyrir næsta tímabil og dugði jafntefli þar sem að Fjölnir stein lá gegn Keflavík.

„Við vorum besta liðið, við skoruðum lang flest mörk og við vorum bara ótrúlega hugrekkir og aggresívir í allt sumar og bara hrikalega stoltur af liðinu,''

Oliver Heiðarsson varð markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk og hefur verið ótrúlega mikilvægur fyrir ÍBV á þessu tímabili.

„Já hann er búinn að vera stórkoslegur fyrir okkur í sumar, algjörlega frábær. Hann vinnur framlagið og svo náttúrlega öll mörkin sem hann hefur skorað og þessi ógn sem hann hefur. Þetta er svo frábær drengur og við höldum allir með honum,''

Hemmi er á sínu seinasta ári með ÍBV samkvæmt samningnum hans. Spurt var Hemma hvort það væri möguleiki að hann væri að hætta með ÍBV sem þjálfari.

„Samningurinn er búinn og svo eru bara viðræður eins og gerist og gengur. Það er alveg hugur hjá báðum og það er bara að skoða hvernig það fer. Ég hef notið þess að vera hérna í þrjú ár og svo er bara um hvort menn ná saman,''

Það verður svo sannalega stuð í Herjólfi á heimleið.

„Það verður partý, allir að skella sér í Herjólf einn tveir og bingó, allir velkomnir.'' segir Hemmi sáttur.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner