Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 14. september 2024 17:44
Brynjar Óli Ágústsson
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Lengjudeildin
<b>Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.</b>
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

..Við unnum deildinna, markmiðið náð og við vorum frábærir í dag,'' segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 1-1 jafntefli gegn Leiknir í lokaumferð Lengjudeildarinnar


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍBV

„Við áttum fullt af öllu og hvernig við skoruðum ekki fjögur eða fimm mörk er bara svona. En það hafa margir leikir verið svona, en yfirhöfuð höfum við verið betra liðið. Strákarnir eiga þetta svo fyllilega skilið og þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt tímabil.''

ÍBV tryggði sér sæti í Bestu deild fyrir næsta tímabil og dugði jafntefli þar sem að Fjölnir stein lá gegn Keflavík.

„Við vorum besta liðið, við skoruðum lang flest mörk og við vorum bara ótrúlega hugrekkir og aggresívir í allt sumar og bara hrikalega stoltur af liðinu,''

Oliver Heiðarsson varð markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk og hefur verið ótrúlega mikilvægur fyrir ÍBV á þessu tímabili.

„Já hann er búinn að vera stórkoslegur fyrir okkur í sumar, algjörlega frábær. Hann vinnur framlagið og svo náttúrlega öll mörkin sem hann hefur skorað og þessi ógn sem hann hefur. Þetta er svo frábær drengur og við höldum allir með honum,''

Hemmi er á sínu seinasta ári með ÍBV samkvæmt samningnum hans. Spurt var Hemma hvort það væri möguleiki að hann væri að hætta með ÍBV sem þjálfari.

„Samningurinn er búinn og svo eru bara viðræður eins og gerist og gengur. Það er alveg hugur hjá báðum og það er bara að skoða hvernig það fer. Ég hef notið þess að vera hérna í þrjú ár og svo er bara um hvort menn ná saman,''

Það verður svo sannalega stuð í Herjólfi á heimleið.

„Það verður partý, allir að skella sér í Herjólf einn tveir og bingó, allir velkomnir.'' segir Hemmi sáttur.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner