Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   lau 14. september 2024 17:44
Brynjar Óli Ágústsson
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Lengjudeildin
<b>Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.</b>
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

..Við unnum deildinna, markmiðið náð og við vorum frábærir í dag,'' segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 1-1 jafntefli gegn Leiknir í lokaumferð Lengjudeildarinnar


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍBV

„Við áttum fullt af öllu og hvernig við skoruðum ekki fjögur eða fimm mörk er bara svona. En það hafa margir leikir verið svona, en yfirhöfuð höfum við verið betra liðið. Strákarnir eiga þetta svo fyllilega skilið og þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt tímabil.''

ÍBV tryggði sér sæti í Bestu deild fyrir næsta tímabil og dugði jafntefli þar sem að Fjölnir stein lá gegn Keflavík.

„Við vorum besta liðið, við skoruðum lang flest mörk og við vorum bara ótrúlega hugrekkir og aggresívir í allt sumar og bara hrikalega stoltur af liðinu,''

Oliver Heiðarsson varð markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk og hefur verið ótrúlega mikilvægur fyrir ÍBV á þessu tímabili.

„Já hann er búinn að vera stórkoslegur fyrir okkur í sumar, algjörlega frábær. Hann vinnur framlagið og svo náttúrlega öll mörkin sem hann hefur skorað og þessi ógn sem hann hefur. Þetta er svo frábær drengur og við höldum allir með honum,''

Hemmi er á sínu seinasta ári með ÍBV samkvæmt samningnum hans. Spurt var Hemma hvort það væri möguleiki að hann væri að hætta með ÍBV sem þjálfari.

„Samningurinn er búinn og svo eru bara viðræður eins og gerist og gengur. Það er alveg hugur hjá báðum og það er bara að skoða hvernig það fer. Ég hef notið þess að vera hérna í þrjú ár og svo er bara um hvort menn ná saman,''

Það verður svo sannalega stuð í Herjólfi á heimleið.

„Það verður partý, allir að skella sér í Herjólf einn tveir og bingó, allir velkomnir.'' segir Hemmi sáttur.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner