Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   lau 14. september 2024 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þær íslensku frábærar hjá Kristianstad - Sveindís ekki með
Katla skoraði fjórða mark Kristianstad.
Katla skoraði fjórða mark Kristianstad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín skoraði þriðja mark Kristianstad.
Hlín skoraði þriðja mark Kristianstad.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Adam Ingi hélt hreinu.
Adam Ingi hélt hreinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni á Norðurlöndunum í gærkvöldi og fyrri partinn í dag. Hér að neðan má sjá hvernig þeim gekk.

Svíþjóð: Adam hélt hreinu - Þær íslensku öflugar
Östersund vann í gær öflugan 1-0 sigur á Helsingborg í sænsku B-deildinni. Adam Ingi Benediktsson var á sínum stað í marki Östersund og hélt hreinu þegar hans tók öll stigin.

Örebro, lið Valgeirs Valgeirssonar, tapaði 2-1 á útivelli gegn Trelleborg. Valgeir lék allan leikinn fyrir Örebro sem er í 13. sæti í deildinni. Liðin sem enda í 13. og 14. sæti fara í umspil um að halda sér í deildinni. Östersund er með þremur stigum meira en Örebro í 9. sætinu.

Í dag lék svo þriðji Íslendingurinn, Óskar Tor Sverrisson, með Varberg sem tapaði 3-2 á útivelli gegn Oddevold. Óskar var í byrjunarliði Varberg sem er með tveimur stigum meira en Örebro í 11. sæti.

Guðný Árnadóttir, Katla Tryggvadóttir og Hlín Eiríksdóttir voru þá í eldlínunni þegar Kristianstad vann 4-1 sigur á AIK í sænsku kvennadeildinni. Guðný lagði upp annað mark Kristianstad í leiknum Hlín skoraði þriðja mark liðsins Katla og skoraði svo það fjórða í uppbótartíma. Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar sem stendur en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.

Danmörk: Skellur fyrir AB - Hafrún af velli í fyrri hálfleik
Íslendingaliðið AB Kaupmannahöfn fékk skell í gær þegar liðið tapaði 3-0 á útivelli gegn Fremad Amager. Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson voru á sínum stað í liði AB sem stýrt er af Jóhannesi Karli Guðjónssyni.

AB er í 3. sæti deildarinnar eftir sjö leiki, en 7. umferðin klárast um helgina.

Þá gerðu Bröndby og Kolding markalaust jafntefli í dönsku kvennadeildinni. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru í byrjunarliði Bröndby en Hafrún þurfti að fara af velli strax á 16. mínútu leiksins.

Bröndby er ekki að fara vel af stað á tímabilinu, liðið er einungis með fimm stig eftir fyrstu fimm leikina eftir að hafa barist um titilinn á síðasta tímabili.

Þýskaland: Sveindís ekki með í sigri Wolfsburg
Þá vann Wolfsburg 0-1 útisigur á Jena í þýsku kvennadeildinni. Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki með Wolfsburg í leiknum. Wolfsburg gerði jafntefli í fyrstu umferð og er því með fjögur stig eftir tvo leiki, tveimur stigum minna en Bayern sem vann í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner