banner
   fim 14. október 2021 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal mun aldrei fá neinn í líkingu við Vieira aftur
Mynd: Getty Images
Arsenal og Crystal Palace mætast um helgina í ensku úrvalsdeildinni.

Patrick Vieira stjóri Palace er goðsögn hjá Arsenal en hann lék með liðinu frá 1996-2005. Vieira varð fyrirliði liðsins árið 2002 en liðið fór ósigrað í gegnum tímabilið 2003/04.

Mikel Arteta stjóri Arsenal var spurður á blaðamannafundi m.a. hvernig það hafi verið að spila gegn honum en Arteta lék með Everton frá árinu 2005 áður en hann gekk til liðs við Arsenal.

„Hann var sterkur og mjög góður. Hann var hugrakkur og hann gat skorað, hann gat allt."

Þá var hann einnig spurður hvers vegna Arsenal væri ekki búið að finna 'nýjan Vieira'.

„Ég veit það ekki, það hafa verið margir góðir miðjumenn hérna, Patrick var Patrick, við munum ekki fá neinn annan eins og hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner