Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 15:44
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Tyrkja: Calhanoglu og Under koma inn
Icelandair
Burak Yilmaz er fyrirliði Tyrkja.
Burak Yilmaz er fyrirliði Tyrkja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cengiz Under
Cengiz Under
Mynd: Getty Images
Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi klukkan 17:00.

Cenk Tosun, framherji Everton, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Burak Yilmaz, fyrirliði Tyrkja, er á sínum stað í fremstu víglínu.

Hakan Calhanoglu, leikmaður AC Milan, kemur inn í liðið en hann kom inn á í hálfleik í síðasta leik gegn Frökkum. Cengiz Ünder, leikmaður Roma, kemur einnig inn eftir að hafa verið fjarri góðu gamni gegn Frökkum.

Ísland þarf sigur í dag til að halda í vonina um að komast beint á EM á næsta ári á meðan Tyrkjum dugar stig til að komast áfram. Ef Ísland vinnur í dag þarf liðið að vinna Moldóva á sunnudag og treysta á að Tyrkland vinni ekki Andorra á sama tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner