Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   sun 14. nóvember 2021 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Jón Dagur jafnaði metin
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var að jafna metin fyrir Ísland gegn Norður-Makedóníu.

„JÁJÁJÁJÁÁÁ!!! Sjaldséð sókn Íslands og við jöfnum í 1-1! Fyrsta skotið á markið," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

„Stefán Teitur með langt innkast. Ísak sendir inn í teig á Brynjar Inga sem skallar boltann fyrir Jón Dag sem klárar vel."

Þetta er annað landsliðsmarkið sem Jón Dagur skorar fyrir Ísland; það fyrsta sem hann gerir í keppnisleik. Þessi kantmaður AGF í Danmörku hefur komið sterkur inn að undanförnu.

Ísland hefur byrjað seinni hálfleikinn vel eftir að hafa spilað ekki nægilega vel í fyrri hálfleik. Ef leikurinn endar svona, þá erum við að eyðileggja veisluna í Norður-Makedóníu - þeir missa þá af umspilssæti um að komast á HM.

Fyrir neðan má sjá myndband af markinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner