Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 14. nóvember 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður til að fylgjast með? - Vegferðin að Ballon d'Or heldur áfram
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir HM
Gabriel Martinelli.
Gabriel Martinelli.
Mynd: Getty Images
Jamal Musiala.
Jamal Musiala.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gavi fagnar marki.
Gavi fagnar marki.
Mynd: EPA
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Það er innan við vika í það að HM í Katar fari af stað. Við fengum tíu vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast mótinu áður en rúllað verður af stað.

Á næstu dögum munum við birta þessar spurningar og svar sérfræðinganna við þeim. Næst er það spurningin: Hvaða leikmanni á fólk að fylgjast með?

Arnar Laufdal, Fótbolti.net
Ég ætla að setja tvo leikmenn. Fyrri leikmaðurinn er Jude Bellingham. Það eru kannski ekki margir sem ná að fylgjast með Bellingham í þýska boltanum en kannski smá í Meistaradeild Evrópu. Ég treysti á að allir fótboltaunnendur lími sig við sófann þegar Bellingham spilar og fylgjast grannt með hans leik, þvílíkur leikmaður. Sá seinni er Enzo Fernandez, 21 árs gamall miðjumaður frá Argentínu sem spilar með Benfica. Geggjaður miðjumaður sem hefur verið orðaður við félög eins og Manchester United og Liverpool, virkilega spennandi leikmaður og verður spennandi að sjá hann á miðjunni með Messi fyrir framan sig.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sérfræðingur RÚV
Ég hlakka til að fylgjast með Pedri, miðjumanni Spánar.

Gunnar Birgisson, RÚV
Vegferð Gabriel Martinelli að Ballon d'Or heldur áfram og verður gaman að sjá hann brjóta sér leið fram í sviðsljósið á þessu móti ef Tite gefur honum tækifæri á að ógna með hraða sínum og krafti. Ásamt honum mæli ég með því að fylgjast með Andre Onana (What's my name?) Hann mun hafa nóg að gera í marki Kamerún, þeir bæði hata að skora og fá á sig mörk.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV
Ég er spennt að sjá hvort Thomas Müller tekst að klifra hærra upp markalistann. Er sá leikmaður sem enn er spilandi sem skorað hefur flest mörk á heimsmeistaramóti (10). Ólíklegt að hann skori sex eða fleiri og jafni eða toppi samlanda sinn Miroslav Klose í markaskorun en hann þarf bara tvö til að jafna Pelé og þrjú til að jafna Just Fontaine. Alltaf gaman að sjá menn skrifa sig í sögubækurnar.

Jasmín Erla Ingadóttir, Stjarnan
Ég er mjög spennt að sjá Gavi. Hann hefur verið að standa sig vel með Barcelona og það verður gaman að sjá hann á þessu sviði.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Ég held að þetta verði mótið hans Jamal Musiala. Hann er búinn að vera frábær í vetur með Bayern og er klárlega einn efnilegasti leikmaður heims um þessar mundir. Einnig ætla ég að nefna Aaronson aftur, hann verður svipaður og minn maður Giovani (Dos Santos). Geggjaður landsliðsmaður en aldrei alvöru spilari í félagsliði.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH
Gavi - Spánn.

Sigurður Gísli Bond Snorrason, Afturelding
Fólk á að fylgjast með Musiala. Annars verður gaman að fylgjast með Bellingham, Nkunku og Rafael Leao en smá listi af ungum spennandi leikmönnum sem eru líklegir til að slá í gegn:
Debast - Belgia
Xavi Simons - Holland
Facundo Torres - Uruguay
Antonio Silva - Portugal
Hincape - Ekvador
Zalewski - Pólland
Luka Sucic - Króatía
Ivan Ilic - Serbia
Fatawu - Ghana

Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport
Er ekki frekar gefið að Gavi eða Pedri koma út úr þessu móti sem súperstjörnur? Annars hef ég trú á að Bruno Guimaraes verði í umræðunni sem besti leikmaður HM. Miðjan hjá Brössum er svona la-la miðað við oft áður og hann er á einhverri vegferð núna sem ég er að elska.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Valur
Spánverjinn ungi, hann Gavi! Búinn að vera geggjaður með Barcelona og mun vera einn af betri leikmönnum spænska liðsins. Kemur með mikinn kraft inn í liðið.

Sjá einnig:
Með hvaða liði heldur þú?
Hvaða lið kemur á óvart?
Athugasemdir
banner
banner