mán 14. nóvember 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lopetegui hefur áhyggjur af Jimenez - „Ber virðingu fyrir ákvörðuninni"
Mynd: Heimasíða Wolves

Julen Lopetegui nýráðinn stjóri Wolves er ekki hrifinn af því að Raul Jimenez leikmaður liðsins sé að fara á HM með mexíkóska landsliðinu.


Jimenez hefur átt við meiðsli að stríða á þessari leiktíð og er enn að ná sér af nárameiðslum. Hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á þessari leiktíð.

„Ég talaði við Jimenez varðandi mexíkóska landsliðið og ég hef áhyggjur af honum. Hann hefur ekki spilað mikið með Wolves. Ég hef áhyggjur af því við þurfum hann í topp formi. Ég vona að hann komi svoleiðis til baka," sagði Lopetegui.

„HM er ekki aðalatriðið fyrir mér, það er Wolves. Ég ber virðingu fyrir ákvörðuninni hans og þjálfarans en við verðum að verja okkur."

Jimenez hefur leikið 94 leiki fyrir mexíkóska landsliðið og skorað 29 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner