Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Ægir gerir tveggja ára samning við FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ægir Arnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við FH og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2026.

Jóhann Ægir er 21 árs varnarmaður sem spilað hefur 63 meistaraflokksleiki með FH og skorað þrju mörk. Hann sleit krossband í fyrra og missti af stórum hltua tímabilsins.

Hann sneri til baka á völlinn sjö mánuðum seinna og kom við sögu í ellefu leikjum á nýliðnu tímabili. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar.

„Við FH-ingar erum hrikalega ánægðir með það og óskum Jóa til hamingju með nýja samninginn!" segir í tilkynningu FH.

Jóhann Ægir hefur allan sinn feril verið hjá FH. Hann var veturinn 2022/23 í æfingahóp U21 landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner