Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. desember 2019 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland fundað með Nagelsmann og Solskjær
Powerade
Mjög eftirsóttur þessi.
Mjög eftirsóttur þessi.
Mynd: Getty Images
Torreira er orðaður við Napoli.
Torreira er orðaður við Napoli.
Mynd: Getty Images
Paulo Sousa. Hann var óvænt orðaður við stjórastarfið hjá Arsenal.
Paulo Sousa. Hann var óvænt orðaður við stjórastarfið hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það er nóg að gera í boltanum í dag og er gott að byrja hann á slúðurpakkanum.

Atletico Madrid á Spáni er tilbúið að lækka verðmiðann á miðjumanninum Saul Niguez (25) í 85 milljónir punda. Manchester United fylgist með. (Telegraph)

Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri RB Leipzig, hefur rætt við norska framherjann Erling Braut Haaland (19). Haaland leikur með Salzburg í Austurríki og er eftirsóttur, meðal annars af Manchester United. (Mail)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, flaug til Austurríkis í gær til að hitta Haaland. (Mail)

Á meðan, þá segir íþróttastjóri Salzburg, Christoph Freund, að það sé of snemmt fyrir Haaland að fara frá Salzburg. (Mirror)

Miðjumaðurinn Lucas Torreira (23) gæti verið á förum frá Arsenal til Napoli á Ítalíu fyrir 21 milljónir punda. Napoli vill fyrst fá hann á láni. (Mirror)

Það stefnir í að Arsenal og Man Utd muni berjast um Dejan Kulusevski (19), sænskan miðjumann sem er á láni hjá Parma frá Atalanta. Hann er metinn á 42 milljónir punda. (Mirror)

Paulo Sousa, stjóri Bordeaux í Frakklandi, sem hefur stýrt QPR, Swansea og Leicester á sínum stjóraferli, segist vera að reyna að hugsa ekki of mikið um framtíðina eftir að hann var óvænt orðaður við Arsenal. (Goal.com)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gefið í skyn að Liverpool muni reyna að fá fleiri leikmenn frá Salzburg. Hinn japanski Takumi Minamino (24) er á leið frá Salzburg til Liverpool í janúar. (Mirror)

Unai Emery, sem var rekinn frá Arsenal í síðasta mánuði, hefur nú þegar hafnað tveimur störfum, frá Everton og tveimur kínverskum félögum. (Marca)

Atletico Madrid er að íhuga að reyna að fá vinstri bakvörðinn Marcos Alonso (28) frá Chelsea. (Star)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, mun ekki ræða við franska framherjann Olivier Giroud (33), brasilíska kantmanninn Willian (32), eða spænska kantmanninn Pedro (32) um framtíð þeirra fyrr en í næsta mánuði. Þeir eru allir samningslausir eftir tímabilið. (Independent)

Lampard segir að Chelsea sé aðeins á eftir leikmönnum í hæsta gæðaflokki í janúar. (Express)

Crystal Palace gæti reynt að fá Giroud frá Chelsea í janúar. (Mirror)

Sheffield United er að plana að hefja viðræður við bakvörðinn Enda Stevens (29) um nýjan samning. (Football Insider)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vill frekar verja tímanum á æfingasvæðinu vel, en að kaupa nýja leikmenn. (Football.london)

Mourinho hefur útilokað að leyfa argentíska miðverðinum Juan Foyth (21) að fara á láni í janúar. (Sky Sports)

Rangers er að fylgjast með Lyle Taylor (29), sóknarmanni Charlton í Championship-deildinni. Hann hefur líka vakið áhuga Swansea, West Brom og Sheffield Wednesday. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner