Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. desember 2019 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona gerði jafntefli gegn Real Sociedad
Börsungar svekktir.
Börsungar svekktir.
Mynd: Getty Images
Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, gerði jafntefli við Real Sociedad á útivelli er liðin mættust í dag.

Mikel Oyarzabal kom Sociedad yfir úr vítaspyrnu, en Antoine Griezmann, fyrrum leikmaður Sociedad, náði að jafna á 38. mínútu.

Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Luis Suarez eftir undirbúning Lionel Messi, en það dugði ekki til sigurs. Sænski sóknarmaðurinn Aleksander Isak jafnaði á 62. mínútu og þar við sat.

Barcelona er á toppnum með einu stigi meira en Real Madrid, sem mætir Valencia annað kvöld. Real Sociedad er í fjórða sæti með 28 stig.

Barcelona og Real Madrid mætast svo í El Clasico næstkomandi miðvikudag.

Fyrr í dag vann Levante dramatískan sigur á Granada. Levante er í 11. sæti og Granada í níunda sæti.

Granada CF 1 - 2 Levante
0-1 Ruben Rochina ('55 )
1-1 Darwin Machis ('60 )
1-2 Enis Bardhi ('89 )

Real Sociedad 2 - 2 Barcelona
1-0 Mikel Oyarzabal ('12 , víti)
1-1 Antoine Griezmann ('38 )
1-2 Luis Suarez ('49 )
2-2 Alexsander Isak ('62 )

Leikir kvöldsins:
17:30 Athletic - Eibar
20:00 Atletico Madrid - Osasuna (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner