
Frakkland 2 - 0 Marokkó
1-0 Theo Hernandez ('5 )
2-0 Randal Kolo Muani ('79 )
Lestu um leikinn
Frakkland er komið í úrslit á HM í Katar eftir sigur á Marokkó í undanúrslitum.
Marokkó hefur komið mikið á óvart en liðið mun berjast við Króatíu um bronsið á laugardaginn.
Theo Hernandez kom Frakklandi yfir snemma leiks en eftir smá klafs inn á teig Marokkó barst boltinn til Theo sem skoraði með glæsilegum tilþrifum.
Marokkó menn svöruðu þessu vel og Frakkar voru hreinlega í nauðvörn um tíma.
En þegar rúmar 10 mínútur voru til leiksloka skoraði Randal Kolo Muani sitt fyrsta landsliðsmark með sinni fyrstu snertingu í leiknum en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Ousmane Dembele stuttu áður.
Leikmenn Marokkó gáfust ekki upp og reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en allt kom fyrir ekki og 2-0 sigur Frakka staðreynd.