Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. janúar 2021 08:00
Fótbolti.net
Hlaðvarp Frídeildarinnar hefur göngu sína og nýtt hraðmót að hefjast!
Atli Sigurðsson og Erling Reynisson leiða hlustendur í allan sannleika um leikviku 19
Atli Sigurðsson og Erling Reynisson leiða hlustendur í allan sannleika um leikviku 19
Mynd: frídeildin
Hlaðvarp Frídeildarinnar hefur hafið göngu sína þar sem spáð verður í spilin fyrir Fantasy Premier League og staða mála rædd. Þættina má nálgast á öllum helstu veitum og munu þeir koma út vikulega. Nú þegar hafa komið út tveir þættir og sá nýjasti, sem kom út í gær, gerir tilraun til að greina stöðu mála fyrir tvöföldu leikvikuna sem framundan er. Við hvetjum lesendur til að gerast áskrifendur svo þeir missi ekki af þætti. Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarpið.

Þá ber að nefna að við upphaf leikviku 19, í hádeginu á morgun, fer af stað nýtt hraðmót hjá Domino´s og stendur mótið yfir til og með 21. leikviku. Það er eins og áður segir stór umferð framundan þar sem mörg lið eiga tvo leiki og því ljóst að það munu margir nýta enhvern af kubbunum sínum (e.chips). Domino´s veitir veglega inneign fyrir sigurvegarann og því ljóst að til mikils er að vinna.

SKRÁ SIG HÉR

Athugasemdir
banner
banner