Enski landsliðsmaðurinn Mason Mount hefur átt erfitt tímabil í liði Chelsea eins og svo margir aðrir í liðinu en eigandi félagsins hefur nú líkað við færslu sem gagnrýnir Englendinginn.
Mount hefur verið með slökustu mönnum Chelsea á leiktíðinni en hann átti erfitt uppdráttar í enn einum leiknum er liðið vann 1-0 sigur á Crystal Palace í dag.
Samningur Mount við Chelsea rennur út á næsta ári en hann er sagður vilja 300 þúsund pund í vikulaun ef hann á að framlengja samning sinn við félagið.
Chelsea hefur nú bætt við sig tveimur frábærum leikmönnum í þeim Mykhailo Mudryk og Joao Felix en þetta gæti mögulega þýtt að Mount verði hent á bekkinn.
Einn notandi á Twitter birti myndband af Thierry Henry, fyrrum þjálfara Toronto, öskra á eftir Mason Toye á æfingu liðsins og spyr þar af hverju hann getur ekki spilað einnar snertingar fótbolta.
„Viðbrögð Mudryk í garð Mount þegar enn ein skyndisóknin fer í sandinn,“ skrifaði notandinn og líkaði Boehly, eigandi Chelsea, við þá færslu.
Einkennilegt hjá eigandanum en gæti verið vísbending um það að hann sé ekki sáttur við Mount.
Mudryk to Mason Mount when another counter attack breaks down pic.twitter.com/IOxhuUnd5u
— Alexis’ Kavkas View ???????????????? (@AlexisIsKavkas) January 14, 2023
? Todd pic.twitter.com/afh4Fmxs8D
— CFCDaily (@CFCDaily) January 15, 2023
Athugasemdir