Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 15. janúar 2023 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Eigandi Chelsea líkar við færslu sem skýtur á Mount
Enski landsliðsmaðurinn Mason Mount hefur átt erfitt tímabil í liði Chelsea eins og svo margir aðrir í liðinu en eigandi félagsins hefur nú líkað við færslu sem gagnrýnir Englendinginn.

Mount hefur verið með slökustu mönnum Chelsea á leiktíðinni en hann átti erfitt uppdráttar í enn einum leiknum er liðið vann 1-0 sigur á Crystal Palace í dag.

Samningur Mount við Chelsea rennur út á næsta ári en hann er sagður vilja 300 þúsund pund í vikulaun ef hann á að framlengja samning sinn við félagið.

Chelsea hefur nú bætt við sig tveimur frábærum leikmönnum í þeim Mykhailo Mudryk og Joao Felix en þetta gæti mögulega þýtt að Mount verði hent á bekkinn.

Einn notandi á Twitter birti myndband af Thierry Henry, fyrrum þjálfara Toronto, öskra á eftir Mason Toye á æfingu liðsins og spyr þar af hverju hann getur ekki spilað einnar snertingar fótbolta.

„Viðbrögð Mudryk í garð Mount þegar enn ein skyndisóknin fer í sandinn,“ skrifaði notandinn og líkaði Boehly, eigandi Chelsea, við þá færslu.

Einkennilegt hjá eigandanum en gæti verið vísbending um það að hann sé ekki sáttur við Mount.




Athugasemdir
banner