Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 21:31
Elvar Geir Magnússon
Freyr segir Arnar góðan kost: Hefur kraft í að fá fólk til að standa saman
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson er nýr landsliðsþjálfari Íslands.
Arnar Gunnlaugsson er nýr landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Eins og Fótbolti.net hafði greint frá var í dag gengið frá ráðningu Arnars Gunnlaugssonar sem nýs landsliðsþjálfara Íslands. Á morgun verður fréttamannafundur í Laugardalnum þar sem Arnar ræðir við fjölmiðla.

Í ferlinu hjá KSÍ var rætt við tvo íslenska þjálfara en þegar Freyr Alexandersson tók við Brann var ljóst í hvað stefndi.

Freyr ræddi við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net, í hlaðvarpsviðtali sem var tekið í dag. Freyr var spurður út í ráðninguna á Arnari.

„Arnar Gunnlaugsson er pottþétt góður kostur. Hann er frábær þjálfari. Frábær í samskiptum og hefur náð frábærum árangri með Víking," segir Freyr í spjallinu við Guðmund.

„Þetta er nýtt umhverfi og ný barátta en hann hefur aðlögunarhæfni. Hann hefur kraft í að fá fólk til að standa saman. Svo er hann með frábært starfsfólk hjá Knattspyrnusambandinu. Starfslið landsliðsins er gott og flestir sem eru þar eru með mikla reynslu."

Á fréttamannafundinum á morgun verður væntanlega staðfest hvernig teymi Arnars mun líta út en það verður líklega nánast það sama og var í kringum Age Hareide.

Lesendum Fótbolta.net líst vel á ráðninguna á Arnari en í skoðanakönnun á forsíðu, sem yfir 1.800 hafa tekið þátt í, segjast 77% ánægð með að fá Arnar sem þjálfara.
Freysi fer yfir síðustu daga - Fundaði með KSÍ en tók við Brann
Athugasemdir
banner
banner