Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. febrúar 2020 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um Man City: Ég er í losti yfir þessu
Jürgen Klopp og Pep Guardiola
Jürgen Klopp og Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp ræddi stuttlega við blaðamenn um úrskurð UEFA um að dæma Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppni en hann finnur til með félaginu.

UEFA dæmdi Manchester City í tveggja ára bann í gær fyrir að brjóta fjárhagsreglur sambandsins. Eftir ítarlega rannsókn sambandsins kom fram í úrskurði að City hafi blásið upp styrktartekjur til að standast háttvísislög.

City hefur verið helsti keppinautur Liverpool síðustu árin en Klopp, sem stýrir Liverpool, er í losti yfir þessu máli. Man City hefur þó ákveðið að áfrýja málinu til CAS (Alþjóða íþróttadómstólsins).

„Þetta var sjokk og ég er í losti yfir þessu," sagði Klopp.

„Það eina sem ég get sagt tengist fótbolta. Það sem þeir hafa gert á vellinum er stórkostlegt. Ég veit ekki með hitt en maður treystir og trúir fólkinu sem maður vinnur með. Það er bara þannig."

„Ég finn til með þeim, Pep og leikmönnunum en svona er þetta. Þeir geta áfrýjað og við sjáum hvað gerist með það. Þetta er augljóslega alvarlegt en hvað varðar fótboltann þá eru þeir magnaðir og verða það alltaf,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner