Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. febrúar 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City gæti verið dæmt niður um deild
Powerade
Isco hefur vakið áhuga enskra stórliða.
Isco hefur vakið áhuga enskra stórliða.
Mynd: Getty Images
Hvert fer Giroud næst?
Hvert fer Giroud næst?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er á sínum stað. Hann er tekinn saman af BBC og er nóg að frétta þrátt fyrir að báðir félagaskiptagluggar tímabilsins séu lokaðir.


Arsenal og Chelsea íhuga að bjóða í spænska miðjumanninn Isco, 27, sem hefur verið að gera fína hluti undir stjórn Zinedine Zidane í undanförnum leikjum. Hann er metinn á 63 milljónir punda, eða 75 milljónir evra. (Sun)

Enska úrvalsdeildin ætlar að auka framlög til rannsóknar á starfsháttum Manchester City eftir að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. (Mirror)

Reynist Englandsmeistararnir sekir gætu þeir verið dæmdir niður um nokkrar deildir. (Star)

Paul Pogba, 26, vill yfirgefa Manchester United næsta sumar en það gæti reynst erfitt því Rauðu djöflarnir vilja 100 milljónir evra fyrir hann. Pogba á aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. (Guardian)

Man Utd er að skoða þrjá Englendinga sem gætu fyllt í skarð Pogba. Þeir eru James Maddison, 23, Jack Grealish, 24, og Jadon Sancho, 19. (Star)

Maddison og Grealish eru báðir taldir opnir fyrir því að ganga í raðir Man Utd. (Manchester Evening News)

Inter ætlar að reyna við Pierre-Emerick Aubameyang, 30, ef Lautaro Martinez, 22, verður keyptur frá félaginu næsta sumar. (Star)

Barcelona og Real Madrid vilja bæði kaupa Lautaro Martinez af Inter. (Mundo Deportivo)

Olivier Giroud, 33, hefur verið boðinn samningur hjá Lazio sem myndi gilda út næsta tímabil. Giroud ætlar að taka sér tíma til að hugsa um framtíðina en Tottenham sýndi honum einnig áhuga í janúar. (Telegraph)

Tahith Chong, tvítugur kantmaður Man Utd, er að skoða samningstilboð frá Inter og gæti farið frítt í ítalska boltann. (Star)

Man Utd gæti keypt Eric Dier, 26, frá Tottenham í sumar. (Star)

Crystal Palace hefur áhuga á danska bakverðinum Joakim Mæhle, 22 ára leikmanni Genk. (Standard)

Arsenal gæti misst Bukayo Saka, 18, frítt eftir næsta tímabil ef samkomulag næst ekki um nýjan samning. Viðræður eru í gangi en hafa gengið illa. (Metro)

Maarten Stekelenburg, 37, er tilbúinn í samningsviðræður. Samningur hans við Everton rennur út næsta sumar en Real Madrid sýndi honum áhuga í fyrra. (Liverpool Echo)

Barcelona gæti keypt Adama Traore, 24, frá Wolves næsta sumar. Traore ólst upp hjá Barca en þótti of mistækur fyrir aðalliðið. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner