Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 15. febrúar 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Cuadrado ekki með á miðvikudaginn
Juan Cuadrado, vængmaður Juventus, missir af næstu þremur leikjum vegna meiðsla aftan í læri.

Þessi fjölhæfi Kólumbíumaður missir af fyrri leiknum gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn.

Cuadrado er 32 ára en hann skilaði fimm stoðsendingum í fimm leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Auk þess að missa af leiknum gegn Porto þá missir Cuadrado af leikjum gegn Crotone og Hellas Verona. Hann vonast til að snúa aftur í leik gegn Spezia þann 3. mars.
Athugasemdir
banner