Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 15. febrúar 2024 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðstoðarmaður Arteta eftirsóttur - Aðeins 28 ára gamall
Carlos Cuesta.
Carlos Cuesta.
Mynd: Getty Images
Carlos Cuesta, aðstoðarmaður Mikel Arteta hjá Arsenal, er sagður eftirsóttur.

Norwich og önnur félög í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, eru með hann á lista hjá sér ef þau fara í stjóraleit í sumar. Það er Guardian sem segir frá.

Cuesta þykir einn efnilegasti fótboltaþjálfari í heimi en hann er aðeins 28 ára gamall.

Hann kom til Arsenal frá Juventus árið 2020 og hefur myndað mjög gott samband með Arteta. Hann talar sex tungumál og það hjálpar honum í starfinu.

Ben Knapper, yfirmaður fótboltamála hjá Norwich, starfaði áður hjá Arsenal og þekkir til Cuesta. Hann er sagður spenntur fyrir þeirri hugmynd að ráða hann í starf knattspyrnustjóra hjá Kanarífuglunum í sumar.

Cuesta byrjaði að þjálfa aðeins 18 ára gamall en hann er sagður opinn fyrir því að fara til Norwich. Arsenal vonast þó auðvitað til að halda honum hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner