Ástand Roy Hodgson er stöðugt eftir að hafa veikst á æfingu Crystal Palace í gær.
Félagið sagði frá því í dag að fréttamannafundi í dag yrði aflýst vegna veikinda hans en félagið hefur nú staðfest að hann var fluttur á sjúkrahús.
Hann er nú í rannsóknum á spítalanum.
„Allir hjá félaginu senda Roy okkar bestu óskir um skjótan bata," segir í tilkynningu félaginu.
Fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Hodgson hafi verið rekinn frá félaginu og mun Austuríkismaðurinn Oliver Glasner taka við af honum.
Crystal Palacer í í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 24 leiki en liðið heimsækir Everton á Goodison Park á morgun.
Following news that Roy Hodgson was taken ill during today’s training session, we can confirm that he is now stable and is currently undergoing tests in hospital.
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 15, 2024
Everybody at the club sends their best wishes to Roy for a speedy recovery.