Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 15. febrúar 2024 17:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ástand Hodgson stöðugt - „Sendum honum okkar bestu óskir"
Mynd: EPA

Ástand Roy Hodgson er stöðugt eftir að hafa veikst á æfingu Crystal Palace í gær.


Félagið sagði frá því í dag að fréttamannafundi í dag yrði aflýst vegna veikinda hans en félagið hefur nú staðfest að hann var fluttur á sjúkrahús.

Hann er nú í rannsóknum á spítalanum.

„Allir hjá félaginu senda Roy okkar bestu óskir um skjótan bata," segir í tilkynningu félaginu.

Fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Hodgson hafi verið rekinn frá félaginu og mun Austuríkismaðurinn Oliver Glasner taka við af honum.

Crystal Palacer í í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 24 leiki en liðið heimsækir Everton á Goodison Park á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner