Leikmannahópur Manchester United á síðasta ári var sá dýrasti sem settur hefur verið saman í fótboltasögunni. Þetta segir í skýrslu UEFA.
Samanlagt kaupverð leikmanna í hópnum í lok fjárhagsársins 2023 var 1,21 milljarður punda.
Leikmannahópur Real Madrid 2020 var áður sá dýrasti en hann kostaði 1,13 milljarð punda.
Samanlagt kaupverð leikmanna í hópnum í lok fjárhagsársins 2023 var 1,21 milljarður punda.
Leikmannahópur Real Madrid 2020 var áður sá dýrasti en hann kostaði 1,13 milljarð punda.
Í leikmannahópi United má finna Antony sem kostaði 82 milljónir punda, Harry Maguire sem kostaði 80, Jadon Sancho 70 og Casemiro 70.
Leikmennirnir sem keyptir voru síðasta sumar; Rasmus Höjlund 72, Mason Mount 55 og Andre Onana 47, eru ekki taldir með í þessari úttekt.
United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Erik ten Hag.
Þrír aðrir leikmannahópar í fyrra kostuðu yfir milljarð punda; Manchester City, Chelsea og Real Madrid.
Athugasemdir


