Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 12:28
Brynjar Ingi Erluson
Himnasending frá Arsenal - „Getur spilað reglulega fyrir okkur“
Mynd: EPA
Enski táningurinn Ayden Heaven hefur komið með ferska vinda inn í vörn Manchester United síðan hann gekk í raðir félagsins frá Arsenal í byrjun árs.

United tókst að sannfæra Heaven um að koma frá erkifjendunum og skrifaði varnarmaðurinn undir langtímasamning.

Heaven, sem er 18 ára, var ekki að fá tækifærin hjá Arsenal og hélt því til United.

Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum með United og staðið sig vel í öllum þeirra en hans fyrsti byrjunarliðsleikur var í síðasta leik í 4-1 sigrinum á Real Sociedad í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Ruben Amorim, stjóri United, segir að félagið verði að fara varlega með hann, en það sem hann hafði séð til þessa lofi góðu.

„Hann mun spila ef hann heldur áfram á sömu braut. Hann er auðvitað enn ungur og ekki spilað mikið á tímabilinu, kannski 45 mínútur með U21 árs liðinu og nokkrar mínútur hér og þar, en núna náði hann heilum leik.“

„Ég er ótrúlega hrifinn af hraða hans og sjálfstrausti. Hann er mjög góður að verjast í teignum. Það má segja að hann sé með allan pakkann, en hann þarf að vinna í fullt af hlutum. Í ensku úrvalsdeildinni mætum við mörgum mismunandi leikmönnum og fær hann því öðruvísi áskoranir, en við erum að reyna stýra álaginu á honum því hann er enn mjög ungur,“
sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner