Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Watkins og Tuchel sammála um að hann myndi hvíla
Mynd: EPA
Ollie Watkins, framherji Aston Villa, var ekki valinn í fyrsta enska landsliðshópinn hjá Thomas Tuchel sem mætir Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM síðar í þessum mánuði.

Watkins hefur skorað 13 mörk og lagt upp sex í 29 leikjum í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann og Tuchel komust að samkomulagi að hann myndi ekki taka slaginn í þetta sinn.

Watkins er nefninlega að berjast við smávægileg hnémeiðsli og það er gríðarlega mikilvægir tímar framundan hjá Aston Villa sem er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og er í harðri baráttu um Evrópusæti í deildinni.

Aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í enska hópnum en það eru þeir Harry Kane og Dominic Solanke.
Athugasemdir
banner
banner
banner