Gary Neville hefur ráðlagt Phil Foden, leikmanni Manchester City, að stýra sínum samfélagsmiðlum sjálfur eftir að Foden lét fjarlægja færslu á Twitter sem var skrifuð í hans nafni.
Sérstakt teymi sem sér um samfélagsmiðla Foden setti færsluna inn án þess að fá hans samþykki. Leikmaðurinn reiddist og lét taka skrifin út.
Um er að ræða færslu þar sem Foden 'taggaði' stjörnuleikmann PSG, Kylian Mbappe: "@KMbappe ertu tilbúinn?"
Foden skoraði sigurmarkið gegn Borussia Dortmund í gær og mun City mæta PSG í undanúrslitum.
Sérstakt teymi sem sér um samfélagsmiðla Foden setti færsluna inn án þess að fá hans samþykki. Leikmaðurinn reiddist og lét taka skrifin út.
Um er að ræða færslu þar sem Foden 'taggaði' stjörnuleikmann PSG, Kylian Mbappe: "@KMbappe ertu tilbúinn?"
Foden skoraði sigurmarkið gegn Borussia Dortmund í gær og mun City mæta PSG í undanúrslitum.
Eftir að færslan kom inn vakti hún blendin viðbrögð og ýmsir settu spurningamerki við hvaða hugsun lægi að baki hjá Foden.
Gary Neville skrifaði á Twitter og ráðlagði leikmönnum að stýra sínum samfélagsmiðlum sjálfir.
„Ykkar sjálfstæða hugsun og heiðarleiki er í húfi. Þetta er þín rödd, ekki einhvers annars," skrifaði Neville.
I mentioned on here a few weeks ago about players having their accounts run by social media companies. Lads run your own accounts! Your independent thought and authenticity is at stake . It’s your voice , not anyone else’s. Morning by the way . Go and attack the hell out of it ❤️ pic.twitter.com/M997r8kbWa
— Gary Neville (@GNev2) April 15, 2021
Athugasemdir