Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sitja hlið við hlið.
Sitja hlið við hlið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Missti af hluta af þjóðsöngnum.
Missti af hluta af þjóðsöngnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henríetta tekur Margréti Leu með sér yfir í Smárann.
Henríetta tekur Margréti Leu með sér yfir í Smárann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óþolandi á velli.
Óþolandi á velli.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ekki gleyma treyjunni!
Ekki gleyma treyjunni!
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sú efnilegasta.
Sú efnilegasta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarinn Ása er miðjumaður sem uppalin er hjá Breiðabliki og á að baki 80 leiki í meistaraflokki með Breiðabliki og Augnabliki. Í þeim leikjum hefur hún skorað tólf mörk, þar af þrjú í Bestu deildinni.

Hún lék sína fyrstu leiki með Blikum í Bestu 2023 og er því á leið í sitt þriðja tímabil með liðinu. Hún er unlingalandsliðskona sem á að baki 39 leiki fyrir unglingalandsliðin og tvo leiki fyrir U23 landsliðið. Ása hefur skorað tíu mörk í íslensku treyjunni og í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir

Gælunafn: Er alltaf kölluð Ása

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Einhvern tímann 2022 og ég snerti ekki boltann

Uppáhalds drykkur: Grænn kristall

Uppáhalds matsölustaður: Tokyo sushi

Uppáhalds tölvuleikur: Er insane í fort

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love island

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake, Rihanna og svo var Aron Can efstur á Spotify wrapped

Uppáhalds hlaðvarp: Doc og Blö

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Alltaf Steindi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Uff mamma að segja að það séu afgangar í matinn

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Val

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ég spilaði á móti Sydney Schertenleib í U16 landsleik hún var ekkert eðlilega góð

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Nik og Gulli hafa kennt mér mikið

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Elísa Lana er óþolandi á vellinum en er frábær utan vallar

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Ronaldo

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitillinn í fyrra

Mestu vonbrigðin: Að tapa í bikar í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Man Utd því miður

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í að fá Henríettu úr Stjörnunni og svo tæki hún Margrét Leu með sér aftur heim í grænt

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Edith Kristín

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Birnir Breki

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Erla Sól

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Ronaldo

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Það væri næs ef það mætti spila með skartgripi

Uppáhalds staður á Íslandi: Kópavogsvöllur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrsta sem mér dettur í hug er þegar Ragga var send aftur inn í klefa í U19 landsleik núna í síðustu viku þegar allir voru að fara labba inná til að skipta um sokka útaf hún var búin að klippa göt á sokkana sína aftan á og það mátti greinilega ekki og hún kom svo hlaupandi inná aftur í miðjum þjóðsöng

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Keppi alltaf í sama íþróttatoppnum

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta á stórmótum og pílunni yfir jólin

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas F50

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Er hræðileg í ensku því miður

Vandræðalegasta augnablik: Ég gleymdi treyjunni minni inn í klefa þegar ég var að koma inn á í landsleik, Doddi landsliðsþjálfari lét mig illa heyra það en ég fékk sem betur fer að koma inn á

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ronaldo er alltaf efstur á lista en svo hefur mér alltaf langað að hitta Lingard og Rashford, og sérstaklega þá saman. Ég held að það væri geðveikt

Bestur/best í klefanum og af hverju: Líf á það til að trúða yfir sig

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Það er alltaf solid shout að senda Andreu í Love Island

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með fóbíu fyrir smjöri

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Mér datt aldrei í hug að mér og Barbáru myndi koma svona vel saman, heppilegt að það var laust sæti við hliðina á mér þegar hún kom annars værum við líklega ekki eins nánar

Hverju laugstu síðast: Sagðist vera 17 til að fá frítt í sund

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Ekkert leiðinlegra en hlaup án bolta

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Mæta á völlinn og sjá okkur taka titilinn aftur!
Athugasemdir
banner