Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mið 15. maí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gagnrýna viðbrögð Man City við meiðslum Ederson
Ederson.
Ederson.
Mynd: EPA
Ederson, markvörður Manchester City, þurfti að fara af velli í gær þegar City vann 0-2 útisigur gegn Tottenham í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni.

Ederson fékk hræðilegt höfuðhögg en hann reyndi að sannfæra lækna City um að leyfa sér að halda áfram. Þeir leyfðu honum að halda leik áfram í nokkrar mínútur áður en Stefan Ortega kom inn af bekknum.

Ederson var alls ekki ánægður með skiptinguna og var sár og svekktur með að vera tekinn af velli. En það á ekki að taka neinar áhættur með höfuðhögg.

Bresku samtökin Headway - sem vinna með höfuðmeiðsli - hafa gagnrýnt Man City fyrir að hafa ekki tekið Ederson af velli strax.

„Sú staðreynd að hann var ekki tekinn út af strax bendiir til þess að ekki var grunur um heilahristing. Þetta er erfitt að skilja, þar sem einkenni koma ekki alltaf fram strax. Það var léttir að sjá að hann fór út af nokkrum mínútum síðar en erfitt að skilja af hverju sú ákvörðun var ekki tekin strax," segir Luke Griggs, framkvæmdastjóri Headway.

„Viðbrögð Ederson koma ekki á óvart þar sem fótboltamenn eru með mikið keppnisskap og vilja taka þátt í stórum leikjum eins og þessum. Þó undirstrika viðbrögð hans nauðsyn þess að taka slíkar ákvarðanir úr höndum leikmannanna."
Athugasemdir
banner
banner