Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mið 15. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Mjólkurbikar og Besta deildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fimm leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þar sem KA tekur á móti Vestra í Norðurlandsslag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Þar er hægt að búast við afar spennandi viðureign milli tveggja liða úr Bestu deildinni.

Það fara tveir leikir fram í Bestu deild kvenna, þar sem Þróttur R. mætir nýliðum Víkings R. í spennandi Reykjavíkurslag, en hvorugt lið hefur farið sérlega vel af stað í sumar.

Seinni leikur kvöldsins í Bestu deildinni fer fram í Árbænum þegar Fylkir tekur á móti Breiðabliki sem er með fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu umferðirnar. Fylkir á aðeins fimm stig og getur búist við afar erfiðum heimaleik.

KÁ spilar þá við Skallagrím í 4. deildinni áður en Mídas fær Stokkseyri í heimsókn í 5. deild.

Mjólkurbikar karla
18:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)

Besta-deild kvenna
18:00 Þróttur R.-Víkingur R. (AVIS völlurinn)
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)

4. deild karla
19:15 KÁ-Skallagrímur (BIRTU völlurinn)

5. deild karla - B-riðill
20:00 Mídas-Stokkseyri (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner