Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 15. maí 2024 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Vlahovic tryggði fimmtánda bikartitil Juventus
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Atalanta 0 - 1 Juventus
0-1 Dusan Vlahovic ('4)

Atalanta og Juventus áttust við á Ólympíuleikvanginum í Róm í úrslitaleik ítalska bikarsins í kvöld og skoraði Dusan Vlahovic fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu.

Hann slapp í gegn eftir laglega sendingu frá Andrea Cambiaso og stakk sænska miðvörðinn Isak Hien, sem var illa staðsettur, af áður en hann skoraði framhjá Marco Carnesecchi.

Það var hart barist í Róm þar sem bæði lið fengu góð færi til að bæta mörkum við leikinn en inn rataði boltinn ekki.

Vlahovic setti boltann aftur í netið í síðari hálfleik en markið ekki dæmt gilt vegna ótrúlega naumrar rangstöðu.

Atalanta fann ekki leiðir í gegnum sterkan varnarmúr Juve og tókst ekki að jafna leikinn. Lokatölur urðu því 1-0 fyrir Juventus sem tryggði sér bikartitilinn í fimmtánda sinn.

Juve hafði ekki unnið bikarinn síðan 2021 en er langsigursælasta lið keppninnar.

Sigursælustu félög frá upphafi Coppa Italia:
1. Juventus - 15
2-3. Inter - 9
2-3. Roma - 9
4. Lazio - 7
5-6. Fiorentina - 6
5-6. Napoli - 6
6-7. Milan - 5
6-7. Torino - 5
8. Sampdoria - 4
9. Parma - 3
10. Bologna - 2
Athugasemdir
banner
banner