Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 15. júní 2021 15:04
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Ungverja og Portúgala: Hefja titilvörnina á uppseldum útivelli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Síðustu leikir fyrstu umferðar Evrópumótsins fara fram í dag. Ríkjandi Evrópumeistarar frá Portúgal mæta til leiks á útivelli gegn Ungverjalandi.

Spilað verður fyrir framan 60 þúsund áhorfendur í fyrsta sinn í langan tíma og því má búast við alvöru stemningu á vellinum.

Ungverjar eru á heimavelli en Portúgalir eru með ógnarsterkt lið, sem er betra í dag heldur en það var fyrir fimm árum þegar Eder skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Frakklandi.

Ruben Dias, Bruno Fernandes, Cristiano Ronaldo, Bernardo Silva og Diogo Jota eru meðal byrjunarliðsmanna í ógnarsterku liði Evrópumeistaranna sem geyma stjörnur á borð við Joao Felix og Andre Silva á bekknum.

Frakkland og Þýskaland eru einnig í riðlinum svo það er gífurlega mikilvægt fyrir Portúgali að ná í sigur hér. Sex byrjunarliðsmenn Portúgals spila í ensku úrvalsdeildinni.

Ungverjaland: Gulacsi, Sallai, A. Szalai, Botka, Kleinheisler, Lovrencscis, Schäfer, Fiola, Nagy, Orban, Á. Szalai

Portúgal: Patricio, Semedo, Dias, Pepe, Guerreiro, Pereira, Carvalho, Fernandes, B. Silva, Jota, Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner