Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 15:01
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Spánar og Króatíu: Stórstjörnur mætast
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Spánn og Króatía eigast við í hörkuslag í fyrstu umferð Evrópumótsins og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Spánverjar tefla fram þremur ungstirnum í sínu byrjunarliði þar sem Lamine Yamal og Nico Williams eru á köntunum á meðan Pedri byrjar á miðjunni.

Marc Cucurella myndar fjögurra manna varnarlínu ásamt Dani Carvajal, Nacho Fernandez og Robin Le Normand á meðan Unai Simon ver markið.

Hinn feykiöflugi Rodri er á miðjunni ásamt Fabian Ruíz og þá leiðir Álvaro Morata sóknarlínuna.

Á sterkum varamannabekk má finna leikmenn á borð við David Raya, Alex Grimaldo og Ferran Torres.

Byrjunarlið Króatíu er heldur ekki af verri endanum þar sem Josko Gvardiol, Luka Modric og Mateo Kovacic eru allir á sínum stað í byrjunarliðinu - ásamt Marcelo Brozovic.

Mario Pasalic, leikmaður Atalanta, byrjar á bekknum ásamt Ivan Perisic og Nikola Vlasic.

Það eru því þrír leikmenn frá Manchester City og þrír leikmenn frá Real Madrid í byrjunarliðunum í dag - þrír í hvoru liði.

Spánn: Simon, Carvajal, Le Normand, Nacho, Cucurella, Pedri, Rodri, Ruiz, Yamal, Williams, Morata

Króatía: Livakovic, Stanisic, Sutalo, Pongracic, Gvardiol, Modric, Brozovic, Kovacic, Majer, Kramaric, Budimir
Athugasemdir
banner
banner
banner