Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   lau 15. júní 2024 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Miðað við spilamennskuna í fyrri hálfleik var mjög gott að ná í stig," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík á Dalvík í dag.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Við vorum betri manni færri, við byrjum kannski næsta leik manni færri strax," sagði Dragan léttur í bragði.

„Keflavík er gott lið, þeir vinna síðasta leik 5-0 en þetta er kannski með verri fyrri hálfleikjum sem við höfum spilað síðasta eina og hálfa árið."

Dragan var mjög ósáttur með Amin Guerrero Touiki leikmann liðsins sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kýla Gunnlaug Fannar Guðmundsson leikmann Keflavíkur í punginn.

„Þetta má ekki gerast. Þetta kom líka fyrir á móti ÍR, við spiluðum 60 mínútur manni færri eins og í dag. Ég er þekktur fyrir það að mín lið fái ekki oft rautt. Stundum gerist þetta og maður skilur þetta ekki. Ég talaði svolítið mikið eftir leikinn, þetta er bannað eins og einhver myndi segja," sagði Dragan.


Athugasemdir
banner
banner