Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
banner
   lau 15. júní 2024 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Miðað við spilamennskuna í fyrri hálfleik var mjög gott að ná í stig," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík á Dalvík í dag.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Við vorum betri manni færri, við byrjum kannski næsta leik manni færri strax," sagði Dragan léttur í bragði.

„Keflavík er gott lið, þeir vinna síðasta leik 5-0 en þetta er kannski með verri fyrri hálfleikjum sem við höfum spilað síðasta eina og hálfa árið."

Dragan var mjög ósáttur með Amin Guerrero Touiki leikmann liðsins sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kýla Gunnlaug Fannar Guðmundsson leikmann Keflavíkur í punginn.

„Þetta má ekki gerast. Þetta kom líka fyrir á móti ÍR, við spiluðum 60 mínútur manni færri eins og í dag. Ég er þekktur fyrir það að mín lið fái ekki oft rautt. Stundum gerist þetta og maður skilur þetta ekki. Ég talaði svolítið mikið eftir leikinn, þetta er bannað eins og einhver myndi segja," sagði Dragan.


Athugasemdir
banner