Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   lau 15. júní 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nagelsmann yngsti þjálfari í sögu EM - Önnur merkileg staðreynd
Mynd: EPA

Þýskaland vann stórsigur á Skotlandi, 5-1, í opnunarleik EM í Þýskalandi í gær.

Florian Wirtz, Jamal Musiala, Kai Havertz, Niclas Fullkrug og Emre Can skoruðu mörkin. Antonio Rudiger varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark.


Julian Nagelsmann þjálfari þýska liðsins er yngsti þjálfari í sögu Evrópumótsins een hann er 36 ára og 327 daga gamall. Hann freistar þess að vinna mótið á heimavelli.

Nagelsmann tók við af Hansi Flick á síðasta ári en hann er með samning fram yfir HM 2026.

Það vakti einnig athygli að þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þjálfari er yngri en leikmaður liðsins á EM. Manuel Neuer varði mark Þýskalands í leiknum en hann er 38 ára gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner