Brasilíski kantmaðurinn Raphinha er í landsliðshópnum sem hefur leik í Copa América um næstu helgi.
Raphinha, sem er samningsbundinn Barcelona á Spáni, skoraði eina mark Brasilíu í 1-1 jafntefli í æfingalandsleik gegn Bandaríkjunum á dögunum.
Hann var spurður út í nýleg ummæli Ronaldinho, þar sem brasilíska fótboltagoðsögnin segist ekki hafa áhuga á að horfa á landsliðið spila á mótinu sem er í aðsiglingu. Hann telur að stór hluti leikmannahópsins búi hvorki yfir gæðunum né hjartanu sem þarf til að spila fyrir Brasilíu.
15.06.2024 21:20
Ronaldinho: Mun ekki fagna sigrum Brasilíu
„Ég veit ekki hvort þessi yfirlýsing frá Ronaldinho hafi verið í auglýsingaskyni eða hvað. Ég veit að fyrir nokkrum dögum hafði hann aðra skoðun á þessu, þegar hann bað Vinicius Jr. um miða á landsleikina hjá okkur," sagði Raphinha.
„Ég er mjög hissa á þessari yfirlýsingu frá honum og ég er alls ekki sammála því sem kemur fram þar."
Athugasemdir