Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   lau 15. júní 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldinho: Mun ekki fagna sigrum Brasilíu
Mynd: Getty Images
Brasilíska fótboltagoðsögnin Ronaldinho ákvað að tjá sig um brasilíska landsliðið eftir 1-1 jafntefli í æfingaleik gegn Bandaríkjunum á dögunum.

Brasilía var að spila sinn síðasta æfingalandsleik fyrir Copa América, sem fer fram í Bandaríkjunum og hefst um næstu helgi. Þar er Brasilía með Kosta Ríka, Paragvæ og Kólumbíu í riðli.

„Þetta er komið gott strákar, ég mun ekki horfa á neinn landsleik Brasilíu á Copa América og ég mun ekki fagna neinum sigri í keppninni," sagði Ronaldinho eftir jafnteflið. „Ég er búinn að fá nóg. Þetta er sorgleg stund fyrir þá sem elska brasilískan fótbolta. Það er orðið erfitt að finna styrkinn sem þarf til að horfa á landsliðið sitt spila.

„Þetta er eitt af verstu landsliðum síðustu ára hjá Brasilíu. Það eru engir raunverulegir leiðtogar í hópnum sem er fullur af leikmönnum í miðlungs gæðaflokki. Ég hef aldrei séð ástandið svona slæmt áður. Það vantar meiri ástríðu fyrir treyjunni og það vantar meiri gæði í hópinn.

„Frammistaðan gegn Bandaríkjunum var ein sú versta sem ég hef séð. Þvílík skömm."


Ronaldinho er 44 ára gamall en hann skoraði 33 mörk í 97 leikjum á tíma sínum með brasilíska landsliðinu. Hann vann Copa América, HM og Álfukeppnina með Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner