Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. júlí 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hudson-Odoi velur Gana framyfir England vegna fordóma
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar í Gana halda því fram að kantmaðurinn efnilegi Callum Hudson-Odoi sé búinn að ákveða að spila fyrir landslið Gana frekar en landslið Englendinga eftir úrslitaleik Evrópumótsins.

Kynþáttaníðið sem samlandar hans, hinir efnilegu Bukayo Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho, máttu þola eftir tap í úrslitaleiknum var dropinn sem fyllti mælinn.

Hudson-Odoi er hneykslaður á níðinu og vill forðast að verða fyrir barðinu á því sjálfur. Hann vill ekki spila fyrir fólk sem níðist svo á honum.

Hudson-Odoi er 20 ára gamall og á 3 leiki fyrir A-landslið Englands. Fyrir það spilaði hann 42 leiki fyrir yngri landslið Englands og hann má skipta yfir til Gana.
Athugasemdir
banner
banner