Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. júlí 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koulibaly vill ræða við forseta Napoli - Everton hefur áhuga
Mynd: Getty Images
Senegalski miðvörðurinn Kalidou Koulibaly hefur verið orðaður í burtu frá Napoli í sumar.

Napoli hefur til þessa ekki fengið tilboð í leikmanninn sem félagið er tilbúið að samþykkja. Everton hefur boðið í Koulibaly en bauð ekki nóg að mati Napoli.

Koulibaly er samningsbundinn félaginu í tvö ár til viðbótar. Forseti Napoli hefur gefið í skyn að allir leikmenn liðsins séu falir fyrir rétta upphæð.

Koulibaly vill fá að vita hver staðan sé nákvæmælega, hvort félagið vilji selja hann eða hvort það vilji framlengja samninginn við hann. Samkvæmt ítalska miðlinum Corriere dello Sport hefur Koulibaly óskað eftir fundi við De Laurentiis, forseta félagsins.

Búast má við því að Everton reyni aftur við Koulibaly og komi með hærra tilboð en Rafa Benítez, nýr stjóri Everton, er hrifinn af miðverðinum.
Athugasemdir
banner
banner