Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 15. júlí 2023 14:51
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Grétar Snær á leið í FH
Grétar Snær Gunnarsson.
Grétar Snær Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Varnarmaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er á leið til FH á nýjan leik en þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.

Sagan segir að frágengið sé að FH kaupi Grétar frá KR og sagt að hann hafi þegar skrifað undir samning.

Í þættinum er talað um að þetta sé samkomulag sem ætti að hagnast öllum aðilum vel enda hefur Grétar færst aftar í goggunarröðina hjá KR og FH þarf að bæta við varnarmanni.

Grétar er 26 ára, getur einnig spilað sem varnartengiliður, og hefur verið hjá KR síðan 2021. Hann gekk í raðir FH frá Haukum þegar hann var í 2. flokki og lék einn leik með liðinu í efstu deild 2016.

Það eru þó óvissuþættir varðandi skiptin. FH var dæmt í félagaskiptabann í einn glugga. FH er að vinna í því að reyna að fá banninu aflétt en ef það tekst ekki þá getur Grétar ekki komið í sumarglugganum sem opnar á þriðjudaginn heldur ganga skiptin í gegn eftir tímabilið.
Útvarpsþátturinn - Spennuleikir, heit sæti, slúður og félagaskiptabann
Athugasemdir
banner
banner