Varnarmaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er á leið til FH á nýjan leik en þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.
Sagan segir að frágengið sé að FH kaupi Grétar frá KR og sagt að hann hafi þegar skrifað undir samning.
Sagan segir að frágengið sé að FH kaupi Grétar frá KR og sagt að hann hafi þegar skrifað undir samning.
Í þættinum er talað um að þetta sé samkomulag sem ætti að hagnast öllum aðilum vel enda hefur Grétar færst aftar í goggunarröðina hjá KR og FH þarf að bæta við varnarmanni.
Grétar er 26 ára, getur einnig spilað sem varnartengiliður, og hefur verið hjá KR síðan 2021. Hann gekk í raðir FH frá Haukum þegar hann var í 2. flokki og lék einn leik með liðinu í efstu deild 2016.
Það eru þó óvissuþættir varðandi skiptin. FH var dæmt í félagaskiptabann í einn glugga. FH er að vinna í því að reyna að fá banninu aflétt en ef það tekst ekki þá getur Grétar ekki komið í sumarglugganum sem opnar á þriðjudaginn heldur ganga skiptin í gegn eftir tímabilið.
Athugasemdir