Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 15. júlí 2024 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: KR sigraði Fjölni í síðari hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR 3 - 1 Fjölnir
1-0 Íris Grétarsdóttir ('21)
1-1 Anna María Bergþórsdóttir ('32)
2-1 Katla Guðmundsdóttir ('65)
3-1 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('89)

KR tók á móti Fjölni í eina leik kvöldsins í 2. deild kvenna og tók Íris Grétarsdóttir forystuna fyrir heimakonur í fyrri hálfleik.

Anna María Bergþórsdóttir jafnaði metin og var staðan jöfn, 1-1, í leikhlé.

Í síðari hálfleik endaði KR á að hafa betur. Katla Guðmundsdóttir kom inn af bekknum í leikhlé og tók forystuna á ný fyrir heimakonur.

Fjölnir leitaði að jöfnunarmarki en þess í stað var það KR sem skoraði næsta mark til að tryggja sér sigurinn á 89. mínútu. Þar var Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir á ferðinni.

Hún innsiglaði 3-1 sigur og er KR í þriðja sæti deildarinnar eftir þennan sigur, með 23 stig eftir 10 umferðir.

Fjölnir er um miðja deild með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner