Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon að stela Mikautadze undan nefinu á Mónakó
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franska félagið Olympique Lyonnais, betur þekkt sem Lyon, er að stela georgíska framherjanum Georges Mikautadze undan nefinu á AS Mónakó.

Mikautadze hefur verið lykilmaður í franska félaginu Metz. Hann gerði frábæra hluti með félaginu áður en hann var seldur til Ajax en ekkert gekk í hollenska boltanum.

Ajax lánaði Mikautadze aftur til Metz og aftur raðaði hann inn mörkum með félaginu á síðustu leiktíð og átti svo gott Evrópumót með Georgíu sem vakti mikla athygli á honum.

Mikautadze kom að 17 mörkum í 20 leikjum með Metz á láni frá Ajax á síðustu leiktíð og ákvað Metz að nýta kaupákvæði í lánssamningnum, en leikmaðurinn verður seldur beint frá félaginu í sumar.

Metz keypti Mikautadze til baka fyrir 13 milljónir evra, en félagið fær um 25 milljónir fyrir að selja hann áfram og hagnast því þokkalega á félagaskiptunum.

Ensk úrvalsdeildarfélög á borð við Ipswich Town og Leicester City voru orðuð við Mikautadze í sumar, en hann virðist vera á leið til Lyon sem stendur.

Mónakó reyndi að kaupa leikmanninn í sumar en hefur átt í erfiðleikum í samningsviðræðum við leikmanninn. Þessi vandræði eru ekki til staðar í viðræðunum við Lyon og mun framherjinn því að öllum líkindum enda þar.

Hjá Lyon mun Mikautadze berjast við menn á borð við Gift Orban, ALexandre Lacazette og Mama Baldé um byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner